Óáfengir drykkir er góður kostur

Þegar góða veislu gjöra skal hugar gestgjafinn að þörfum allra gesta. Þannig eru góðir óáfengir drykkir mikilvægir fyrir þá sem kjósa að taka fullan þátt í veisluhöldum án þess að nota áfengi. Góður gestgjafi gætir þess að vanda vel til þegar óáfengt er á boðstólum, gera þannig öllum jafn hátt undir höfði og með sama glæsileik og annað sem boðið er upp á í veislunni.

Veittu óáfengt

Hér á síðunni eru uppskriftir að óáfengum kokteilum sem henta vel við öll tækifæri.

Blöndunarefnin í þá fást öll í næsta stórmarkaði.