Góð ráð fyrir gestgjafa

  1. Berðu alltaf fram vatn, gjarnan með ísmolum, hvaða drykk sem þú annars veitir með matnum. Ekki gera ráð fyrir að gestirnir slökkvi þorstann í þeim drykkjum, heldur vatninu. Hafðu sérstakt glas undir vatnið. Örlítill sítrónusafi eða sneið gefur vatninu ferskt bragð.
  2. Byrjaðu máltíðina með fremur súrum (þurrum) drykk sem örvar meltingarfærin. Sætir drykkir koma síðar.
  3. Óáfeng vín geta með góðum árangri komið í stað áfengra við matargerð.
  4. Sumum finnst óþægilegt að biðja um óáfengt ef flestir umhverfis þá drekka áfengi. Gerðu þeim lífið auðveldara og öðrum tryggara; gakktu um við og við og bjóddu óáfenga drykki.
  5. Bjóddu jafnframt ljúffenga og girnilega óáfenga drykki ef þú veitir áfengi og sjáðu til þess að þeim sé gert jafn hátt undir höfði og áfenginu.

Notaðu hugarflugið við val og gerð óáfengra drykkja. Finndu eftirlætisdrykkinn þinn.