SÓLSKINSDRAUMUR
EINN DRYKKUR:
- 4cl appelsínusafi
- 4cl eplasafi
- 4cl ananassafi
- 3 1/2cl Grenadine sýróp
- 2cl rjómi
- 2cl kókossýróp
Hristist mjög vel og fylltur upp með Sprite.
Sett í stórt kokteilglas.
Fersk jarðaber í skreytingu.
PASSION CHILLIDRAUMUR
EINN DRYKKUR:
- 1tsk flórsykur
- 3cl passionfruitpuirré
Mulinn klaki og fyllt upp með Sprite.
Hálf chillirót látin liggja í glasinu.
BJÁBERJAPARTÝ
EINN DRYKKUR:
- Sprite
- 1tsk hrásykur
- 3cl bláberjapuirré
- 7 myntulauf
- limesneið
Mulinn klaki, fyllt upp með Sprite MojitoStyle.
Fersk bláber og flósykur til skrauts.
JARÐABERJA-ÆVINTÝRI
EINN DRYKKUR:
- 1tsk hrásykur
- 3cl jarðaberjapuirré
- 7 myntulauf
Mulinn klaki og fyllt upp með Sprite MojitoStyle.
FLOTTARI
– Maple Mint Fizz
EINN DRYKKUR:
- 6 fersk myntulaufblöð
- 2tsk maple sýróp
- 3cl granateplasafi
- Bitter Lemon gos
- 2 litlir bitar sítróna
Ísmolar, myntublöð, sítróna, sýróp og granateplasfi hrist saman í kokteilhristara í 5 sek.
Blandan sett í hátt glas og fyllt upp með bitter lemon gosi eða Sprite.
Skreytt með 2 rörum og myntublöðum.
BIRGITTA
12 cl appelsínusafi (Trópí)
Safi úr ½ sítrónu
2 cl lime safi
Nokkrar skvettur af grenadine
Sykur
Skreytt með sítrónusneið á glasbarmi.
HÚSMÓÐIRIN
½ dl lime safi
¾ dl eplasafi (Trópí)
1 ½ dl tonikk
Ísmolar
Blandað.
Sogrör.
GULLDRYKKUR
1 dl appelsínusafi
1 dl óáfengt freyðivín
1 ísmoli
KÚSK – KAFFI
15-20 g fínmalað kaffi
1-2 dl heitt vatn
½ dl þeyttur rjómi
½ dl púðursykur
MOTORCROSS
10 cl óáfengt freyðivín
10 cl engiferöl
Ísmolar
Nokkrir dropar af limesafa eða sítrónusafa
Skreytt með sítrónusneið á glasbarmi og kirsuberi (kokteilberi) í glasinu.
MARÍA MEY
Tómatsafi
Salt
Pipar Worcestersósa
TEBOLLA
(U.þ.b. 2 lítrar)
½ lítri sterkt, kalt te
½ lítri appelsínusafi (Trópí)
½ lítri ananassafi
Safi úr einni sítrónu
1 dl sykur
1 flaska engiferöl
Ísmolar
Appelsínusneiðar
Blandið saman teinu og ávaxtasafanum í skál.
Bætið sykri út í.
Setjið appelsínusneiðar, ísmola og engiferöl saman við rétt áður en bollan er borin fram.
VÍTAMÍN – TODDÝ
3 dl svartur vínberjasafi
3 dl eplasafi
1 lítri sjóðandi vatn
Safi úr 2 sítrónum
Sykur að smekk
Hellið ávaxtasafanum saman og bætið í sjóðandi vatni og sykri ef hann er notaður.
Hitið upp en látið ekki sjóða.
RONNIE – SPECIAL
2 cl sítrónusafi
1 msk flórsykur
4 cl appelsínusafi
Hristist.
4 cl af óáfengu freyðivíni bætt í.
Skreytt með rauðu kirsuberi.
Sogrör.
BOGGIE
Fyllið kampavínsglas að hálfu með ísmolum
Bætið í 1 tsk af grenadine og 5 cl af ananassafa (Trópí)
Fyllið upp með óáfengu freyðivíni
Skreytt með appelsínusneið og rauðu kokteilberi á pinna.
BOSTELLA
10 cl óáfengt freyðivín
Safi úr einni appelsínu
2 ísmolar
GESTASKÁL
(fyrir 6)
1 flaska óáfengt rauðvín
Safi úr einni sítrónu
GINGER ROGERS
4 cl óáfengt rauðvín
4 cl engiferöl
2 ísmolar
ÓÁFENG HVÍTVÍNSBOLLA
(U.þ.b. 1,5 lítrar)
2 flöskur óáfengt hvítvín
1 poki frosin jarðarber
Sítrónusneiðar
Ísmolar
Setjið berin í skál og hellið víninu yfir.
Setjið ísmola og sítrónusneiðar saman við.
Í stað hvítvíns má nota óáfengt freyðivín.
SOLE MIO
(U.þ.b. 1,8 lítrar)
3 dl greipsafi (Trópi)
2 – 3 ananasbitar
3 dl eplasafi (Trópí)
3 flöskur sódavatn eða sítrónugosdrykkur Sprite
Blandið saman og bætið ísmolum í.
SUMARBOLLA
(U.þ.b. 1 lítri)
1 flaska óáfengt rauðvín
1-2 dl jarðarberjasafi
Fersk jarðarber
Ananasbitar
Ísmolar
Skerið jarðarberin í tvennt og setjið í skál ásamt ananasbitunum.
Hellið safanum yfir ásamt vel kældu freyðivíninu.
Bætið ísmolum í.
MANDARÍNÓ
1/3 hluti óáfengt hvítvín
1/3 hluti safi af mandarínum
1/3 hluti tómatsafi
Örlítið af sítrónusafa eftir smekk
Hristist. Síað.
Skreytt með ólífu í glasi.
FLUGTAK
3 dl tómatsafi
½ msk Worchestersósa
Safi úr ½ sítrónu
Örlítið af pipar
Borið fram vel kælt.
Skreytt með ólífu á pinna.
HRÓI HÖTTUR
5 cl óáfengt rauðvín
Safi úr ½ appelsínu
Safi úr ½ sítrónu
2 ísmolar
Skreytt með ½ sítrónusneið á blasbarmi.
CARINA
1 cl Creme de Menthe eða mint-essence
Mikið af ísmolum
Fyllt upp með óáfengu freyðivíni
Skreytt með strimli af appelsínuberki og 2 rauðum kokteilberjum. Sogrör.
SHIRLEY TEMPLE
10 cl sítrónusafi
Bragðbætt með sítrónugosi og Grenadine
Íslmolar
Skreytt með kokteilberi í glasi.
PLUTUS
1/3 hluti ljós vínberjasafi
1/3 hluti appelsínusafi
1/3 hluti sítrónugos
Sítrónusafi eftir smekk
Kælist vel.
ÖSKUBUSKA
5 cl ananassafi
5 cl appelsínusafi
5 cl sítrónusafi
Bragðbætt með Grenadine
Ísmolar
Skreytt með ananassneið, sítrónusneið og kokteilberi á pinna.
Sogrör.
ÓÁFENG JÓLAGLÖGG
70 cl rauðvín óáfengt KELLER
5 cl sítrónusafi
15 negulnaglar
5 kanelstangir
100g rúsínur
30 afhýddar möndlur
Sítrónubörkur af 4 sítrónum
BANANAMJÓLKURDRYKKUR
1 ½ dl mjólk
1 lítill banani
1 ½ msk sítrónusafi
1 msk sykur
4 msk Emmess vanilluís
Appelsínusneið
Merjið bananann með gaffli og þeytið síðan allt saman.
BOÐLEGUR
1 lítri appelsínusafi
Safi úr einni sítrónu
2 flöskur sítrón
7 dl eplasafi
½ dós blandaðir ávextir
Ísteningar
Saltaðar hnetur og kartöfluflögur þykja góðar með.
GULLMJÓLKURDRYKKUR
1 ½ dl mjólk
Safi úr ½ sítrónu
Safi út ½ appelsínu
1 eggjarauða
1 msk sykur
2 msk Emmess appelsínu- eða vanilluís
Þeytið saman mjólk og eggjarauðu.
Blandið öllu hinu saman við og þeytið.
Notið alltaf ískalda mjólk í alla ísdrykki.
NOTALEGUR
Blandið 4 dl af sterku kaffi saman við 4 dl af vatnskakó sem gert er úr:
4 tsk kakó
4 tsk sykri
4 msk rjóma
4 dl sjóðandi vatn
Hrærið saman kakó, sykri og rjóma – þeytið í sjóðandi vatni.
Blandið saman kaffi og kakó og hitið án þess að sjóða.
Bætið í sykri eftir smekk.
Þeytið 1 ½ dl af rjóma.
Framreiðið drykkinn heitan í stórum bollum – með rjómadoppum.
Berið með honum smurðar saltkexsamlokur.
SÓLSKIN
2 dl sterk sólberjasaft
2 dl vatn
3 ½ dl eplasafi
3 negulnaglar
Lítið eitt af kanel
½ dl rúsínur
20 afhýddar möndlur
Blandið saman saft, vatni, eplasafa og kryddinu.
Hitið og látið sjóða hægt í nokkrar mínútur.
Skiptið möndlum og rúsínum í glösin.
Tilvalið að bera fram með piparkökum.
SÚKKULAÐIMJÓLKURDRYKKUR
1 ½ dl mjólk
½ dl súkkulaðiíssósa
4 msk Emmess súkkulaði-, vanillu- eða dúettís
Þeytið allt vel saman og berið fram strax.
TEMPLAR
6 cl Tropicana
2 cl Mai Tai Mix (Holland House)
1 cl pönnukökusíróp
Fyllt með Seven-up
Skreyting:
Appelsínusneið, ananasbitar, rautt kirsuber, rauð rör.
(María Hilmarsdóttir)
ÓGNVEKJANDI
3 cl Tropicana
3 cl sítrónusafi
2 cl rjómi
1 cl grenadine
½ pressuð appelsína
Skreyting:
Sítrónusneið, rauð rör og súkkulaðispænir.
(Kristjón Örn Kristjónsson)
PRINSESSAN
6 cl Egilssafi
6 cl sódavatn
6 cl Tropicana
Skreyting:
Rauð kokteilber, dash af bl.ávaxtasafa frá Val.
(Margrét A. Fredrikssen)
SVALUR
1 ½ dl mjólk
½ dl appelsínusafi
½ msk sítrónusafi
2 msk vanilluís
Blandið öllu saman og þeytið vel.
Vel á við að bjóða ávexti með: Appelsínur, banana og vínber.
PINA COLADA
9 cl mjólk
6 cl ananassafi (Trópí)
2 cl kókoskrem
Mulinn ís
Skreytt með ananassneið og kirsuberi á pinna, sogrör.
COSTA DEL SOL
4 cl óáfengt rauðvín
6 cl sítrónudrykkur
Sprite (t.d. gosdrykkur)
Skreytt með sítrónusneið á glasbarmi.
EPLABLÓMIÐ
1 msk flórsykur
2 cl sítrónusafi
8 cl óáfengt rauðvín
Hristist.
Mulinn ís.
DRAUMUR HÆNUNNAR
10 cl appelsínusafi (Trópi)
3 cl grenadine
1 egg
Þeytist saman.
ANANASDRYKKUR
8 cl ananassafi (Trópí)
Engiferöl eða tonikk
2 ísmolar
HRESSINGARBOLLA
(U.þ.b. 3 lítrar)
1 lítri appelsínusafi
1 lítri eplasafi
6 flöskur sítrónugosdrykkur
Sprite
Þunnar sítrónu- og gúrkusneiðar
ÓÁFENG RAUÐVÍNSBOLLA
(U.þ.b. 1,5 lítrar)
1 flaska óáfengt rauðvín
½ lítri ávaxtabitar (t.d. epli, melónur og perur)
1 niðursneidd appelsína
1 niðursneidd sítróna
1 flaska sítrónudrykkur, Sprite eða sódavatn
Sykur eftir smekk
Ísmolar
Vökvanum blandað saman.
Sykri bætt í.
Ávaxtabitar og ísmolar.